Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 3-2 - Ísland á EM 2013 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 25. október 2012 13:10 Mynd/Vilhelm Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Áhorfendamet var slegið á leiknum en 6647 áhorfendur voru á vellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir komu Íslandi í 2-0 forystu snemma leiks en Úkraína gafst ekki upp og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. En þá tók varamaðurinn Dagný Brynjarsdóttir til sinna mála en hún skoraði sigurmark Íslands á 76. mínútu. Ísland vann því samanlagt, 6-4, og endurtók leikinn frá því fyrir fjórum árum síðan er liðið komst í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni. Úrslitakeppnin fer nú fram í Svíþjóð og hefst 10. júlí næstkomandi. Úkraína byrjaði leikinn af nokkrum krafti en Ísland svaraði því með því að skora úr fyrstu tveimur færunum sínum í leiknum. Fyrst Margrét Lára Viðarsdóttir á áttundu mínútu en hún stýrði fyrirgjöf Hallberu Guðnýju Gísladóttir í netið. Katrín Ómarsdóttir bætti svo um betur fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði með föstu skoti úr vítateignum, eftir laglega sendingu Eddu Garðarsdóttur. Þetta voru tvö þung högg en úkraínska liðið lét þó ekki slá sig af laginu, enda mikið eftir af leiknum. Ísland reyndi að beita áfram hápressu en sótti ekki fram af jafn miklum krafti og áður. Úkraínska liðið fékk fyrir vikið að vera meira með boltann og skilaði það marki á 35. mínútu. Gestirnir komust þá upp kantinn og komu fyrirgjöf inn í teig. Þóra Björg, sem hefur átt svo marga öfluga leiki í íslenska landsliðsbúningnum, sló fyrirgjöfina út í teig í stað og beint á Viru Dyatel sem skallaði í autt markið. Úkraína fékk svo aukaspyrnu á hættulegum stað rétt í lok fyrri hálfleiks en skotið hæfði sem betur fer ekki mark Íslands. Stelpunum gekk aðeins betur að útfæra leik sinn í síðari hálfleik en án þess þó að skapa sér mörg almennileg færi. Gestirnir náðu að vinna sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á hann og uppskáru jöfnunarmark á 71. mínútu. Markaskorarinn Dyatel átti þá stoðsendinguna en hún skallaði boltann fyrir Daryna Apanaschenko sem skoraði af stuttu færi. Aftur svaf íslenska vörnin á verðinum en þetta var í fyrsta sinn í þjálfaratíð Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar sem íslenska landsliðið fær á sig tvö mörk á heimavelli. Úkraína þurfti þá aðeins eitt mark til viðbótar til að knýja fram framlengingu en stelpurnar okkar voru ekki á þeim buxunum. Sigurður Ragnar setti sóknarmanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og bar það umsvifalaust árangur. Dagný var næstum komin í gott færi þegar Hólmfríður Magnúsdóttir átti sendingu fyrir markið en náði ekki til boltans. Ísland hélt áfram að sækja og aðeins mínútu síðar vann Sara Björk Gunnnarsdóttir boltann á miðjunni. Hún gaf boltann á Hólmfríði sem gerði vel með því að senda flotta stungusendingu inn fyrir vörn gestanna. Dagný tímasetti hlaup sitt vel, lék á markvörð úkraínska liðsins sem var kominn í skógarferð og skoraði í autt markið. Eftir þetta var ljóst að farseðillinn til Svíþjóðar næsta sumar væri tryggður og brutust út gríðarmikil fagnaðarlæti þegar leikurinn var flautaður af. Stelpurnar sýndu að árangurinn fyrir fjórum árum væri engin tilviljun og ljóst að með sama áframhaldi stefnir liðið enn hærra á komandi árum. Siggi Raggi: Eigum betra lið en fyrir fjórum árum„Þetta er bara geðveikt. Við erum að uppskera eftir tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 3-2 sigur Íslands á Úkraínu í kvöld. „Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn var frábær. Í fyrsta skipti þurfti að opna stúkuna hinumegin og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," sagði Sigurður Ragnar. Vallarmetið á kvennalandsleik var slegið því 6.647 mættu í Dalinn til að hvetja stelpurnar okkar. Sigurður hvatti landsmenn til að fjölmenna á völlinn í pistli sem fór sem eldur í sinu um netheima í aðdraganda leiksins. „Ég hafði alveg trú á því að við gætum fyllt stúkuna. Ég held að seldir miðar hafi verið fleiri en fólkið sem mætti á leikinn. Það komu kannski ekki allir sem keyptu miða en sýndu engu að síður stuðning með því að kaupa miða. Það er frábært. Ég held að stuðningurinn hafi skilað sér vel inn á völlinn. Við sýndum karakter, baráttu og vilja og unnum leikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Ragnar.Klúðraði málunum með því að hafa Dagnýju á bekknum Leikurinn í kvöld var nánast spegilmynd af fyrri leik liðanna. Ísland missti niður tveggja marka forskot en tryggði sér svo sætan sigur. „Í stöðunni 2-0 held ég að mér hafi liðið svipað og leikmönnunum. Það var svolítið spennufall og leikmenn héldu að þetta væri komið. Svo var ekki. Úkraína gefst aldrei upp, komu tilbaka og jöfnuðu líkt og í leiknum úti. Það fór aðeins um okkur í stöðunni 2-2 þegar vantaði bara eitt mark upp á til þess að fara í framlengingu. Sem betur fer náði Dagný að klóra í bakkann og klára leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar og gerði lítið úr því að stuttu áður hafði hann skipt Dagnýju inná. Fullkomin skipting. „Ég held ég hafi frekar klúðrað málunum með því að byrja ekki með hana inná fyrst hún spilaði svona vel," sagði Sigurður Ragnar og hló.Liðið sterkara en fyrir fjórum árum Íslenska landsliðið verður með í lokakeppni EM í annað sinn. Liðið komst í fyrsta skipti þangað fyrir fjórum árum en keppt var í Finnlandi sumarið 2009. „Það er aðeins öðruvísi að vera að fara aftur. Hluti af hópnum hefur aldrei farið áður og jákvætt fyrir þær að upplifa þetta í fyrsta skipti. Það er líka góð blanda því við höfum reynda leikmenn sem hafa farið áður og vita út á hvað þetta gengur. Vonandi tekst okkur að gera ennþá betri hluti en síðast," segir Sigurður Ragnar sem telur íslenska liðið sterkara nú en fyrir fjórum árum. „Já, mér finnst við eiga betra lið en það eru líka aðrar þjóðir sem hafa bætt sig. Það hafa orðið miklar framfarir hjá kvennalandsliðunum. Við eigum lið sem getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Við getum hins vegar líka misstígið okkur og klúðrað gegn lakari liðum. Við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram að bæta okkur." Edda Garðars: Yfirþyrmandi orka frá stuðningsmönnum Íslands„Þetta var stórkostlegur leikur og ógeðslega gaman. Algjör snilld að vera komin á EM aftur. Gleðihjarta og þakklæti til allra þeirra sem komu í dag," sagði Edda Garðarsdóttir í leikslok. Edda ritaði pistil í aðdraganda leiksins líkt og landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar. Hún tók undir með blaðamanni að fólkið hefði svarað kallinu um að mæta á völlinn. „Vá, mér brá. Ég fékk yfirþyrmandi orku frá öllum. Þetta var yndislegt," sagði Edda sem óhætt er að segja að hafi verið í banastuði. „Við slökuðum aðeins á. Vorum orðnar fjórar til fimm í þeirra varnarlínu sem var ekki nógu gott. Nákvæmlega núna er mér hins vegar skítsama því við tryggðum okkur sætið," sagði Edda sem var einnig í landsliði Íslands sem komst í lokakeppni EM á Finnlandi árið 2009. „Þetta er ennþá sætara núna. Leiðin var aðeins erfiðari og við erum kannski ekki búnar að eiga besta árið. En vá. Þetta var ógeðslega gaman," sagði Edda og hélt áfram fagnaðarlátum sínum. Katrín Ómars: Við getum gert hluti sem kosta ekki mikinn pening„Þetta er svona tilfinning þegar maður hefur verið með markmið, stefnt að einhverju, búinn að vinna að því og nær því. Það er sælutilfinning," sagði Katrín Ómarsdóttir miðjumaður Íslands í leikslok. Katrín átti góðan leik á miðjunni hjá Íslandi og hefur verið í lykilhlutverki í undanförnum leikjum. „Jú. Ég vona bara að ég verði í góðu hlutverki áfram. Þetta er auðvitað gaman og eitthvað sem maður vinnur að. Mitt markmið og okkar er að ná eins gott og við getum sem lið," sagði Katrín og viðurkenndi að stelpurnar hafi verið orðnar taugaóstyrkar þegar gestirnir jöfnuðu metin. „Ég get ekki logið því að það fór um okkur þegar þær jöfnuðu 2-2. En þetta gerðist líka í fyrri leiknum. Fáum tvö mörk á okkur eftir að hafa skorað tvö, hvers vegna veit ég ekki en við þurfum að skoða það. Þær eru með ágætislið en við erum með betra lið og kláruðum þetta."Snjólaug á Egilsstöðum hvatningin Tónlistarmyndband með íslensku landsliðsstelpunum sem birtist á veraldarvefnum í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Í laginu syngja Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir lag gegn einelti en landsliðskonurnar birta öll skilaboð í baráttunni gegn samfélagsmeininu. „Ég var á Facebook fyrir um mánuði síðan. Þar setti stelpa að nafni Snjólaug frá Egilsstöðum inn stöðuuppfærslu þess efnis að hún væri lögð í einelti. Ég sendi henni skilaboð og velti svo fyrir mér að við stelpurnar í landsliðinu værum stór hópur og fyrirmynd á Íslandi sem gæti haft jákvæð áhrif," sagði Katrín sem samdi lagið. „Við höfum ekki mikinn pening á milli handanna en getum gert hluti sem kosta ekki mikinn pening. Þá kom ég með þá hugmynd um að setja saman lag, gera myndband og gefa tilbaka til samfélagsins. Eins og þið sjáið gaf samfélagið okkur stóra gjöf í dag og er stór ástæða þess að þetta gekk upp hjá okkur," sagði Katrín og horfði upp í áhorfendastúkuna. Óhætt er að segja að um frábært framtak sé að ræða hjá stelpunum og Katrín kann greinilega vel þá list að yrkja. „Upp á síðkastið hef ég gert svolítið af því. Núna er ég atvinnumaður í fótbolta og hef svo mikinn tíma á milli handanna. Svo var ég internetslaus um daginn og þá þurfti maður bara að búa eitthvað til. Þetta gekk bara upp" Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Áhorfendamet var slegið á leiknum en 6647 áhorfendur voru á vellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir komu Íslandi í 2-0 forystu snemma leiks en Úkraína gafst ekki upp og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. En þá tók varamaðurinn Dagný Brynjarsdóttir til sinna mála en hún skoraði sigurmark Íslands á 76. mínútu. Ísland vann því samanlagt, 6-4, og endurtók leikinn frá því fyrir fjórum árum síðan er liðið komst í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni. Úrslitakeppnin fer nú fram í Svíþjóð og hefst 10. júlí næstkomandi. Úkraína byrjaði leikinn af nokkrum krafti en Ísland svaraði því með því að skora úr fyrstu tveimur færunum sínum í leiknum. Fyrst Margrét Lára Viðarsdóttir á áttundu mínútu en hún stýrði fyrirgjöf Hallberu Guðnýju Gísladóttir í netið. Katrín Ómarsdóttir bætti svo um betur fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði með föstu skoti úr vítateignum, eftir laglega sendingu Eddu Garðarsdóttur. Þetta voru tvö þung högg en úkraínska liðið lét þó ekki slá sig af laginu, enda mikið eftir af leiknum. Ísland reyndi að beita áfram hápressu en sótti ekki fram af jafn miklum krafti og áður. Úkraínska liðið fékk fyrir vikið að vera meira með boltann og skilaði það marki á 35. mínútu. Gestirnir komust þá upp kantinn og komu fyrirgjöf inn í teig. Þóra Björg, sem hefur átt svo marga öfluga leiki í íslenska landsliðsbúningnum, sló fyrirgjöfina út í teig í stað og beint á Viru Dyatel sem skallaði í autt markið. Úkraína fékk svo aukaspyrnu á hættulegum stað rétt í lok fyrri hálfleiks en skotið hæfði sem betur fer ekki mark Íslands. Stelpunum gekk aðeins betur að útfæra leik sinn í síðari hálfleik en án þess þó að skapa sér mörg almennileg færi. Gestirnir náðu að vinna sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á hann og uppskáru jöfnunarmark á 71. mínútu. Markaskorarinn Dyatel átti þá stoðsendinguna en hún skallaði boltann fyrir Daryna Apanaschenko sem skoraði af stuttu færi. Aftur svaf íslenska vörnin á verðinum en þetta var í fyrsta sinn í þjálfaratíð Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar sem íslenska landsliðið fær á sig tvö mörk á heimavelli. Úkraína þurfti þá aðeins eitt mark til viðbótar til að knýja fram framlengingu en stelpurnar okkar voru ekki á þeim buxunum. Sigurður Ragnar setti sóknarmanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og bar það umsvifalaust árangur. Dagný var næstum komin í gott færi þegar Hólmfríður Magnúsdóttir átti sendingu fyrir markið en náði ekki til boltans. Ísland hélt áfram að sækja og aðeins mínútu síðar vann Sara Björk Gunnnarsdóttir boltann á miðjunni. Hún gaf boltann á Hólmfríði sem gerði vel með því að senda flotta stungusendingu inn fyrir vörn gestanna. Dagný tímasetti hlaup sitt vel, lék á markvörð úkraínska liðsins sem var kominn í skógarferð og skoraði í autt markið. Eftir þetta var ljóst að farseðillinn til Svíþjóðar næsta sumar væri tryggður og brutust út gríðarmikil fagnaðarlæti þegar leikurinn var flautaður af. Stelpurnar sýndu að árangurinn fyrir fjórum árum væri engin tilviljun og ljóst að með sama áframhaldi stefnir liðið enn hærra á komandi árum. Siggi Raggi: Eigum betra lið en fyrir fjórum árum„Þetta er bara geðveikt. Við erum að uppskera eftir tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 3-2 sigur Íslands á Úkraínu í kvöld. „Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn var frábær. Í fyrsta skipti þurfti að opna stúkuna hinumegin og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," sagði Sigurður Ragnar. Vallarmetið á kvennalandsleik var slegið því 6.647 mættu í Dalinn til að hvetja stelpurnar okkar. Sigurður hvatti landsmenn til að fjölmenna á völlinn í pistli sem fór sem eldur í sinu um netheima í aðdraganda leiksins. „Ég hafði alveg trú á því að við gætum fyllt stúkuna. Ég held að seldir miðar hafi verið fleiri en fólkið sem mætti á leikinn. Það komu kannski ekki allir sem keyptu miða en sýndu engu að síður stuðning með því að kaupa miða. Það er frábært. Ég held að stuðningurinn hafi skilað sér vel inn á völlinn. Við sýndum karakter, baráttu og vilja og unnum leikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Ragnar.Klúðraði málunum með því að hafa Dagnýju á bekknum Leikurinn í kvöld var nánast spegilmynd af fyrri leik liðanna. Ísland missti niður tveggja marka forskot en tryggði sér svo sætan sigur. „Í stöðunni 2-0 held ég að mér hafi liðið svipað og leikmönnunum. Það var svolítið spennufall og leikmenn héldu að þetta væri komið. Svo var ekki. Úkraína gefst aldrei upp, komu tilbaka og jöfnuðu líkt og í leiknum úti. Það fór aðeins um okkur í stöðunni 2-2 þegar vantaði bara eitt mark upp á til þess að fara í framlengingu. Sem betur fer náði Dagný að klóra í bakkann og klára leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar og gerði lítið úr því að stuttu áður hafði hann skipt Dagnýju inná. Fullkomin skipting. „Ég held ég hafi frekar klúðrað málunum með því að byrja ekki með hana inná fyrst hún spilaði svona vel," sagði Sigurður Ragnar og hló.Liðið sterkara en fyrir fjórum árum Íslenska landsliðið verður með í lokakeppni EM í annað sinn. Liðið komst í fyrsta skipti þangað fyrir fjórum árum en keppt var í Finnlandi sumarið 2009. „Það er aðeins öðruvísi að vera að fara aftur. Hluti af hópnum hefur aldrei farið áður og jákvætt fyrir þær að upplifa þetta í fyrsta skipti. Það er líka góð blanda því við höfum reynda leikmenn sem hafa farið áður og vita út á hvað þetta gengur. Vonandi tekst okkur að gera ennþá betri hluti en síðast," segir Sigurður Ragnar sem telur íslenska liðið sterkara nú en fyrir fjórum árum. „Já, mér finnst við eiga betra lið en það eru líka aðrar þjóðir sem hafa bætt sig. Það hafa orðið miklar framfarir hjá kvennalandsliðunum. Við eigum lið sem getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Við getum hins vegar líka misstígið okkur og klúðrað gegn lakari liðum. Við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram að bæta okkur." Edda Garðars: Yfirþyrmandi orka frá stuðningsmönnum Íslands„Þetta var stórkostlegur leikur og ógeðslega gaman. Algjör snilld að vera komin á EM aftur. Gleðihjarta og þakklæti til allra þeirra sem komu í dag," sagði Edda Garðarsdóttir í leikslok. Edda ritaði pistil í aðdraganda leiksins líkt og landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar. Hún tók undir með blaðamanni að fólkið hefði svarað kallinu um að mæta á völlinn. „Vá, mér brá. Ég fékk yfirþyrmandi orku frá öllum. Þetta var yndislegt," sagði Edda sem óhætt er að segja að hafi verið í banastuði. „Við slökuðum aðeins á. Vorum orðnar fjórar til fimm í þeirra varnarlínu sem var ekki nógu gott. Nákvæmlega núna er mér hins vegar skítsama því við tryggðum okkur sætið," sagði Edda sem var einnig í landsliði Íslands sem komst í lokakeppni EM á Finnlandi árið 2009. „Þetta er ennþá sætara núna. Leiðin var aðeins erfiðari og við erum kannski ekki búnar að eiga besta árið. En vá. Þetta var ógeðslega gaman," sagði Edda og hélt áfram fagnaðarlátum sínum. Katrín Ómars: Við getum gert hluti sem kosta ekki mikinn pening„Þetta er svona tilfinning þegar maður hefur verið með markmið, stefnt að einhverju, búinn að vinna að því og nær því. Það er sælutilfinning," sagði Katrín Ómarsdóttir miðjumaður Íslands í leikslok. Katrín átti góðan leik á miðjunni hjá Íslandi og hefur verið í lykilhlutverki í undanförnum leikjum. „Jú. Ég vona bara að ég verði í góðu hlutverki áfram. Þetta er auðvitað gaman og eitthvað sem maður vinnur að. Mitt markmið og okkar er að ná eins gott og við getum sem lið," sagði Katrín og viðurkenndi að stelpurnar hafi verið orðnar taugaóstyrkar þegar gestirnir jöfnuðu metin. „Ég get ekki logið því að það fór um okkur þegar þær jöfnuðu 2-2. En þetta gerðist líka í fyrri leiknum. Fáum tvö mörk á okkur eftir að hafa skorað tvö, hvers vegna veit ég ekki en við þurfum að skoða það. Þær eru með ágætislið en við erum með betra lið og kláruðum þetta."Snjólaug á Egilsstöðum hvatningin Tónlistarmyndband með íslensku landsliðsstelpunum sem birtist á veraldarvefnum í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Í laginu syngja Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir lag gegn einelti en landsliðskonurnar birta öll skilaboð í baráttunni gegn samfélagsmeininu. „Ég var á Facebook fyrir um mánuði síðan. Þar setti stelpa að nafni Snjólaug frá Egilsstöðum inn stöðuuppfærslu þess efnis að hún væri lögð í einelti. Ég sendi henni skilaboð og velti svo fyrir mér að við stelpurnar í landsliðinu værum stór hópur og fyrirmynd á Íslandi sem gæti haft jákvæð áhrif," sagði Katrín sem samdi lagið. „Við höfum ekki mikinn pening á milli handanna en getum gert hluti sem kosta ekki mikinn pening. Þá kom ég með þá hugmynd um að setja saman lag, gera myndband og gefa tilbaka til samfélagsins. Eins og þið sjáið gaf samfélagið okkur stóra gjöf í dag og er stór ástæða þess að þetta gekk upp hjá okkur," sagði Katrín og horfði upp í áhorfendastúkuna. Óhætt er að segja að um frábært framtak sé að ræða hjá stelpunum og Katrín kann greinilega vel þá list að yrkja. „Upp á síðkastið hef ég gert svolítið af því. Núna er ég atvinnumaður í fótbolta og hef svo mikinn tíma á milli handanna. Svo var ég internetslaus um daginn og þá þurfti maður bara að búa eitthvað til. Þetta gekk bara upp"
Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira