Fótbolti

Edda Garðars: Yfirþyrmandi orka frá stuðningsmönnum Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar
„Þetta var stórkostlegur leikur og ógeðslega gaman. Algjör snilld að vera komin á EM aftur. Gleðihjarta og þakklæti til allra þeirra sem komu í dag," sagði miðjujaxlinn Edda Garðarsdóttir í leikslok.

Edda ritaði pistil í aðdraganda leiksins líkt og landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar. Hún tók undir með blaðamanni að fólkið hefði svarað kallinu um að mæta á völlinn.

„Vá, mér brá. Ég fékk yfirþyrmandi orku frá öllum. Þetta var yndislegt," sagði Edda sem óhætt er að segja að hafi verið í banastuði.

„Við slökuðum aðeins á. Vorum orðnar fjórar til fimm í þeirra varnarlínu sem var ekki nógu gott. Nákvæmlega núna er mér hins vegar skítsama því við tryggðum okkur sætið," sagði Edda sem var einnig í landsliði Íslands sem komst í lokakeppni EM á Finnlandi árið 2009.

„Þetta er ennþá sætara núna. Leiðin var aðeins erfiðari og við erum kannski ekki búnar að eiga besta árið. En vá. Þetta var ógeðslega gaman," sagði Edda og hélt áfram fagnaðarlátum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×