Enski boltinn

England og Jamaíka bítast um Sterling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Theodore Whitmore, landsliðsþjálfari Jamaíku, segist nú bíða þess að táningurinn Raheem Sterling taki ákvörðun um hvaða landsliði hann vilji spila með í framtíðinni.

Sterling er Englendingur en fæddist á Jamaíku. Hann á enn eftir að spila A-landsleik en þessi sautján ára kappi hefur þegar unnið sér sæti í aðalliði Liverpool.

Whitmore hefur staðfest að Jamaíka hafi áhuga að fá kappann í landsliðið en Sterling hefur hingað til spilað með yngri landsliðum Englands.

„Við höfum fylgst með honum í nokkurn tíma. Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og hann hefur margt fram að færa. Ákvöðrunin er þó hans," sagði Whitmore.

„Ég vil ekki fara út í frekari smáatriði en boltinn er hjá Sterling sjálfum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×