Fótbolti

Eiður skoraði fyrir varalið Sounders

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins 22 mínútur að skora fyrir varalið Seattle Sounders í leik sem nú stendur yfir.

Eiður hefur síðustu daga æft með liðinu og var í byrjunarliði varaliðsins gegn Chivas USA. Eiður skoraði eftir að hafa stýrt boltanum inn af stuttu færi.

Chivas náði þó að jafna metin fjórum mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik. Eiður Smári var svo tekinn af velli í hálfleik en þess má geta að hann klæddist treyju númer 43 í dag.

Það mun svo væntanlega koma í ljós á næstu dögum hvort Eiði Smára verði boðinn samningur við Sounders en liðið leikur í MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×