Schalke gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Dortmund í hörkuslag þessara erkifjenda.
Stuðningsmenn þessara liða er ekki vel til vina og þurfti lögreglan að grípa til aðgerða fyrir leikinn þar sem fjölmargir létu ófriðlega.
Leikurinn fór fram í Dortmund og samkvæmt fréttum þýskra miðla þurfti lögreglan að beita táragasi á hóp stuðningsmanna.
Ibrahim Affelay og Marco Höger skoruðu mörk Schalke í leiknum. Affelay á fjórtándu mínútu og Höger í upphafi síðari hálfleiks.
Robert Lewandowski minnkaði muninn fyrir Dortmund á 55. mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Bayern er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum átta umferðum en liðið hafði betur gegn Düsseldorf á útivelli, 5-0, í dag. Thomas Müller skoraði tvö mörk fyrri Bayern í leiknum.
Frankfurt er í öðru sæti deildarinnar með nítján stig en liðið hafði betur gegn Hannover, 3-1, í dag. Schalke er í þriðja sæti með sautján stig.
Dortmund og Leverkusen koma svo næst með tólf stig hvort.
Úrslit dagsins:
Wolfsburg - Freiburg 0-2
Dortmund - Schalke 1-2
Frankfurt - Hannover 3-1
Düsseldorf - Bayern 0-5
Leverkusen - Mainz 2-2
