Fótbolti

Guðlaugur hafði betur í Íslendingaslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor í leiknum í kvöld.
Guðlaugur Victor í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, NEC, hafði betur gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leiknum lauk með 2-0 sigri NEC en Ryan Koolwijk skoraði bæði mörk liðsins snemma í fyrri hálfleik. Guðlaugur Victor er á mála hjá New York Red Bulls er er í láni hjá NEC.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í liði AZ sem vann síðast deildarleik um miðjan septembermánuð. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar með níu stig en NEC er í því sjöunda með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×