Fótbolti

Ronaldinho fór að gráta eftir að hann skoraði glæsimark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur verið erfitt hjá Brasilíumanninum Ronaldinho síðustu vikur og kappinn gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann skoraði langþráð mark fyrir Atlético Mineiro í stórsigri á Figueirense á dögunum.

Atlético Mineiro liðið var búið að spila fjóra leiki röð án þess að vinna fyrir leikinn og hinn 32 ára gamli Ronaldinho var oftast skotspónn fyrir gagnrýnendur liðsins enda var hann hvorki með mark né stoðsendingu í þessum fjórum leikjum.

Ronaldinho skoraði fyrsta markið á móti Figueirense þegar fyrirgjöf hans sigldi alla leið í fjærhornið. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann fór að gráta eftir að hann skoraði markið.

Ronaldinho átti annars stórleik í þessum leik, skoraði þrjú og lagði upp önnur tvö. Það má sjá svipmyndir af fyrsta markinu hans með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×