Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira