Wenger: Derby-leikirnir eru gríðarlega mikilvægir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2012 20:00 Arsene Wenger fagnar hér ásamt aðstoðarmönnum sínum í leiknum á móti Tottenham á síðustu leiktíð. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að úrslitin úr leik erkifjendanna Arsenal og Tottenham á morgun hafi mikil áhrif á það hvernig baráttan um Meistaradeildarsætin komi til með að þróast. Arsenal hefur endað einu sæti fyrir ofan Tottenham undanfarin þrjú tímabil og það þarf að fara aftur til ársins 1995 til að finna tímabil þar sem Spurs-liðið endaði ofar en Skytturnar. „Úrslitin í derby-leikjunum geta haft mikil áhrif á það hvort liðið nær Meistaradeildarsætinu. Tottenham hefur verið að berjast við okkur um Meistaradeildarsætin síðustu ár en það er samt stöðugleikinn sem er mikilvægastur í þeirri baráttu," sagði Arsene Wenger. „Þegar við vorum að vinna deildina hér á árum áður þá voru þeir ekki meðal efstu liðanna en þeir hafa nálgast okkur á síðustu árum. Okkur hefur samt alltaf tekist að vera fyrir ofan þá," sagði Wenger. Tottenham gat náð þrettán stiga forskoti á Arsenal þegar liðin mættust síðast í febrúar síðastliðnum en þá voru bara tólf leikir eftir. Tottenham komst í 2-0 í leiknum en Arsenal svaraði með fimm mörkum og tryggði sér sigur. Arsenal náði síðan þriðja sætinu af Tottenham sem var það síðasta sem gaf sæti í Meistaradeildinni. „Leikurinn í fyrra var síðasta tækifærið okkar til að ná þeim og leikurinn í ár er einnig mjög mikilvægur. Allir Lundúna-derby leikir eru gríðarlega mikilvægir. Við höfum verið að tapa stigum að undanförnu og þetta er því mjög gott tækifæri til að komast aftur á rétta braut," sagði Wenger. „Ég hef tekið þátt í þessum leikjum í sextán ár og geri mér því vel grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir alla sem tengjast Arsenal og Tottenham," sagði Wenger að lokum. Leikur Arsenal og Tottenham hefst klukkkan 12.45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að úrslitin úr leik erkifjendanna Arsenal og Tottenham á morgun hafi mikil áhrif á það hvernig baráttan um Meistaradeildarsætin komi til með að þróast. Arsenal hefur endað einu sæti fyrir ofan Tottenham undanfarin þrjú tímabil og það þarf að fara aftur til ársins 1995 til að finna tímabil þar sem Spurs-liðið endaði ofar en Skytturnar. „Úrslitin í derby-leikjunum geta haft mikil áhrif á það hvort liðið nær Meistaradeildarsætinu. Tottenham hefur verið að berjast við okkur um Meistaradeildarsætin síðustu ár en það er samt stöðugleikinn sem er mikilvægastur í þeirri baráttu," sagði Arsene Wenger. „Þegar við vorum að vinna deildina hér á árum áður þá voru þeir ekki meðal efstu liðanna en þeir hafa nálgast okkur á síðustu árum. Okkur hefur samt alltaf tekist að vera fyrir ofan þá," sagði Wenger. Tottenham gat náð þrettán stiga forskoti á Arsenal þegar liðin mættust síðast í febrúar síðastliðnum en þá voru bara tólf leikir eftir. Tottenham komst í 2-0 í leiknum en Arsenal svaraði með fimm mörkum og tryggði sér sigur. Arsenal náði síðan þriðja sætinu af Tottenham sem var það síðasta sem gaf sæti í Meistaradeildinni. „Leikurinn í fyrra var síðasta tækifærið okkar til að ná þeim og leikurinn í ár er einnig mjög mikilvægur. Allir Lundúna-derby leikir eru gríðarlega mikilvægir. Við höfum verið að tapa stigum að undanförnu og þetta er því mjög gott tækifæri til að komast aftur á rétta braut," sagði Wenger. „Ég hef tekið þátt í þessum leikjum í sextán ár og geri mér því vel grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir alla sem tengjast Arsenal og Tottenham," sagði Wenger að lokum. Leikur Arsenal og Tottenham hefst klukkkan 12.45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira