Gylfi Þór Sigurðsson komst næst því að skora í markalausu jafntefli Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Tottenham var töluvert sterkari aðilinn í leiknum í dag en gestirnir vörðust vel eins og liðið er þekkt fyrir að gera. Gylfi kom inná sem varamaður á 79. mínútu og komst nálægt því að skora. Amir Begovic, markvörður Stoke, sýndi þá frábær tilþrif þegar hann varði skalla Íslendingsins.
„Mér fannst við stjórna gangi mála og ég hélt ég hefði skorað en hann varði vel," sagði Gylfi í viðtali við heimasíðu Tottenham að leik loknum.
Gylfi hrósaði gestunum frá Stoke sem fá iðullega mikla gagnrýni fyrir að spila ekki áferðarfallegan fótbolta.
„Þeir eru mjög sterkir varnarlega og það verður að hrósa þeim fyrir það."
Gylfi Þór: Ég hélt að ég hefði skorað
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
