„Við réðum ferðinni allan leikinn og áttum svo sannarlega skilið að vinna þennan leik," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir jafnteflið við Swansea 1-1 í dag.
„Liðið var gríðarlega óheppið og við áttum að fá aukaspyrnu í uppbyggingu marksins frá Swansea. Þetta er ungur dómari sem gerði nokkur afdrifarík mistök í dag."
„Við hefðum átt að halda í sex stiga forskot eftir leikinn í dag en svo var ekki. Vidic hafði ekki mikið að gera í vörninni en það sem hann gerði var virkilega jákvætt."
Það sauð allt uppúr rétt fyrir leikslok þegar leikmaður Swansea þrumaði boltanum í höfuðið á liggjandi Robin van Persie en færið var gríðarlega stutt og hefði getað endað illa.
„Robin van Persie er heppinn vera á lífi og þessi hegðun frá andstæðingum okkar var fyrir neðan allar hellur, hann hefði getað hálsbrotið leikmann minn."
Ferguson: Hann hefði getað hálsbrotið van Persie
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn


