Enski boltinn

Gerrard fær nýjan samning hjá Liverpool

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið muni bjóða fyrirliðanum, Steven Gerrard, nýjan samning. Leikmaðurinn ætti því að geta endað ferilinn hjá Liverpool.

Hinn 32 ára gamli Gerrard á 16 mánuði eftir af núverandi samningi og var slúðrað um að hann myndi ekki fá nýjan samning.

"Hann skiptir okkur gríðarlegu máli. Ég vil að hann haldi miklu lengur áfram hjá okkur. Það skiptir liðið og félagið máli," sagði Rodgers.

"Hann er fyrirliði liðsins og blæs öðrum baráttuanda í brjóst. Þetta lið er að vaxa og hann er lykilmaður hjá okkur. Þess utan er hann enn hungraður í árangur. Þó svo hann sé 32 ára á hann mikið eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×