Enski boltinn

Henning Berg rekinn eftir tíu leiki í starfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Berg yfirgaf jólaveislu Blackburn liðsins í fyrra fallinu á dögunum eftir að hann var dreginn upp á svið og hvattur til þess að dansa.
Berg yfirgaf jólaveislu Blackburn liðsins í fyrra fallinu á dögunum eftir að hann var dreginn upp á svið og hvattur til þess að dansa. Nordicphotos/Getty
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Henning Berg, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers í Championship-deildinni, hafi verið rekinn eftir aðeins tíu leiki í starfi.

Blackburn tapaði í gær 1-0 á útivelli gegn Middlesbrough. Tapið var það sjötta í deildinni undir stjórn Norðmannsins sem tók við liðinu í byrjun nóvember af Steve Kean.

Undir stjórn Berg vann liðið aðeins einn leik, gerði þrjú jafntefli og tapaði sex. Liðið situr í 17. sæti deildarinnar með 29 stig.

Berg varð Englandsmeistari með Blackburn árið 1995. Hann gekk síðar til liðs við Manchester United og var hluti af liðinu sem vann þrennuna árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×