Innlent

Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown

MYND/ap

Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum.



Staðfest tala látinna er 27. Þar af létust 20 börn í skotárásinni og sex kennarar. Talið er að Lanza hafi verið vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá var hann klæddur skotheldu vesti.



Á blaðamannafundi fyrir stuttu sagði lögreglustjórinn í Newtown að skotárásin hefði átt sér stað í einni álmu grunnskólans Sandy Hook. Um 600 börn stunda nám við skólann.



Fyrsta fórnarlamb Lanza var móðir hans en hún var kennari við skólann.



CNN greinir frá því að hann hafi gengið inn í skólastofuna, skotið móður sína til bana og síðan drepið þau börn sem voru í stofunni.



Einnig hefur verið greint frá því að Lanza hafi myrt föður sinn á heimili sínu. Þá er bróðir Lanza nú í haldi lögreglunnar í Connecticut, grunaður um aðild að árásinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×