Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár 17. desember 2012 21:26 Þessi mynd var tekin af Matthíasi Mána þann 6. janúar síðastliðinn. Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Maðurinn sem flúði heitir heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka meðal annars með kertastjaka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjúpa mannsins talin í raunverulegri hættu vegna flótta Matthíasar. Þá er Matthías flokkaður sem mjög hættulegur maður, sem er efsta stig ákveðinnar skilgreiningar sem fangelsismálastofnun og lögregla notast við, en slíkt hefur ekki komið fyrir á Litla-Hrauni í fjölmörg ár samkvæmt heimildum. Ekki er ljóst hvernig Matthías strauk en núna er það rannsakað hvort hann hafi klifrað yfir girðingu í fangelsisgarðinum. Mikill viðbúnaður er vegna flótta Matthíasar, lögreglan leitar að honum auk þess sem búið er að gera landamæravörðum viðvart um flótta hans. Matthías er 171 sentímetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum. Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Maðurinn sem flúði heitir heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka meðal annars með kertastjaka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjúpa mannsins talin í raunverulegri hættu vegna flótta Matthíasar. Þá er Matthías flokkaður sem mjög hættulegur maður, sem er efsta stig ákveðinnar skilgreiningar sem fangelsismálastofnun og lögregla notast við, en slíkt hefur ekki komið fyrir á Litla-Hrauni í fjölmörg ár samkvæmt heimildum. Ekki er ljóst hvernig Matthías strauk en núna er það rannsakað hvort hann hafi klifrað yfir girðingu í fangelsisgarðinum. Mikill viðbúnaður er vegna flótta Matthíasar, lögreglan leitar að honum auk þess sem búið er að gera landamæravörðum viðvart um flótta hans. Matthías er 171 sentímetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum. Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06
Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04