Enski boltinn

Brasilískir blaðamenn fundu minnisblöð Chelsea í ruslafötu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frank Lampard með silfurverðlaun sín.
Frank Lampard með silfurverðlaun sín. Nordicphotos/Getty
Chelsea beið lægri hlut gegn Corinthians 1-0 í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudaginn. Bikarinn var þó ekki það eina sem liðið skildi eftir í Brasilíu.

Blaðamenn brasilíska fjölmiðilsins Globoesporte fundu minnisblöð Chelsea í ruslafötum búningsklefa enska liðsins að leik loknum. Á vefsíðu Globoesporte má sjá minnisblöðin þar sem skilaboðin til leikmanna Evrópumeistaranna eru skýr.

Þar sést meðal annars hvernig Chelsea menn áttu að verjast hornspyrnum og hvernig þeir áttu að vera fljótir að lyfta liðinu ofar á völlinn eftir að boltanum var hreinsað frá.

Nafn Paolo Guerrero, Perúmannsins sem skoraði eina mark leiksins, kom endurtekið fyrir á minnisblöðunum. Reyndar er hann nefndur Guerro hvort sem um styttingu á nafni hans hafi verið að ræða eða mistök.

Minnisblöðin má sjá á heimasíðu brasilíska vefmiðilsins, smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×