Enski boltinn

Leik Arsenal á öðrum degi jóla frestað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andy Carroll og Lukas Podolski í viðureign liðanna á Upton Park í október. Arsenal vann 3-1 sigur.
Andy Carroll og Lukas Podolski í viðureign liðanna á Upton Park í október. Arsenal vann 3-1 sigur. Nordicphotos/Getty
Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta viðureign Arsenal og West Ham sem fara átti fram á öðrum degi jóla.

Ákvörðunin er tekin vegna fyrirhugaðra framkvæmda á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar sama dag. Félögin unnu náið með samgönguyfirvöldum í London áður en frestunin varð að veruleika.

Auk framkvæmda er samgönguþjónusta í London í lágmarki þennan dag. Því hefði reynst erfitt fyrir stuðningsmenn beggja liða að koma sér á leikinn á Emirates, heimavelli Arsenal.

Leikurinn fer annaðhvort fram miðvikudagskvöldið 23. janúar eða laugardaginn 26. janúar. Það ræðst af úrslitum í FA bikarnum fyrstu helgina á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×