Enski boltinn

Fyrsti markaskorinn á Nýja-Wembley lést í morgun

Knattspyrnumaðurinn Mitchell Cole, sem skoraði fyrsta markið á Nýja-Wembley leikvanginum í Lundúnum lét lífið í morgun 27 ára gamall.

Cole var greindur með hjartakvilla á síðasta ári og hætti af þeim sökum knattspyrnuiðkun. Banamein Cole var hjartaáfall.

Miðjumaðurinn lék með unglingaliðum Norwich og West Ham. Hann spilaði þó lengst af með Stevenage og skoraði með liðinu gegn Kidderminster í fyrsta opinbera leiknum sem fram fór á Nýja-Wembley.

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá viðtal við Cole í kjölfar þess að hann lagði skóna á hilluna. Þar er einnig rætt við hjartasérfræðing.

Cole var giftur systur Joe Cole, miðjumanns Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×