United með þriggja stiga forskot eftir markaveislu gegn Reading Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2012 13:56 Meira að segja Anderson er búinn að skora. Nordicphotos/Getty Manchester United vann ótrúlegan 4-3 útisigur á Reading í ensku úrvasldeildinni í knattspyrnu í dag. Öll sjö mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. Manchester United vann 4-3 sigur á Reading í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni á Madejski-leikvanginum í dag. Fyrri hálfleikur var vægast sagt stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru sjö mörk á 26 mínútum. Hal Robson-Kanu kom heimamönnum yfir þegar hann hamraði boltann með vinstri fæti í netið við mikinn fögnuð stuðningsmanna Reading. Gleðin var þó skammvinn því United skoraði tvö mörk á fjórum mínútum. Fyrst skoraði Brasilíumaðurinn Anderson með frábæru skoti úr þröngu færi í teignum. Adam Federici, Ástralinn í marki Reading, hefði þó getað gert betur í markinu. Fjórum mínútum síðar brutu varnarmenn Reading klaufalega á Jonny Evans innan vítateigs. Wayne Rooney steig á punktinn og aldrei þessu vant lá boltinn í netinu. Liðsmenn United hafa verið klúðrað óvenju mörgum vítaspyrnum undanfarnar vikur en í þetta skiptið var Rooney öryggið uppmálið. Heimamenn dóu ekki ráðalausir. Varnarmenn United sváfu á verðinum eftir hornspyrnu og Adam Le Fondre stangaði knöttinn í netið og jafnaði leikinn. Fjórum mínútum síðar léku liðsmenn Reading sama leik nema Sean Morrison sá um að skalla knöttin í netið. Heimamenn með forystu 3-2. Wayne Rooney skoraði hins vegar annað mark sitt eftir hálftímaleik og enn jafnt, nú 3-3. Robin van Persie nýtti sér svo slæman varnarleik heimamanna og skoraði fjórða mark gestanna á 34. mínútu. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þótt hann stæði ekki samanburð við þann fyrri. Heimamenn áttu góðar tilraunir undir lok leiksins til þess að jafna metin en tókst ekki. Með sigrinum náði United þriggja stiga forskot á granna sína í City á toppi deildarinnar. United hefur 36 stig en Reading hefur 9 stig í 19. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Michu sá um Arsenal og Liverpool vann | Úrslit dagsins Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1. 1. desember 2012 01:20 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Manchester United vann ótrúlegan 4-3 útisigur á Reading í ensku úrvasldeildinni í knattspyrnu í dag. Öll sjö mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. Manchester United vann 4-3 sigur á Reading í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni á Madejski-leikvanginum í dag. Fyrri hálfleikur var vægast sagt stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru sjö mörk á 26 mínútum. Hal Robson-Kanu kom heimamönnum yfir þegar hann hamraði boltann með vinstri fæti í netið við mikinn fögnuð stuðningsmanna Reading. Gleðin var þó skammvinn því United skoraði tvö mörk á fjórum mínútum. Fyrst skoraði Brasilíumaðurinn Anderson með frábæru skoti úr þröngu færi í teignum. Adam Federici, Ástralinn í marki Reading, hefði þó getað gert betur í markinu. Fjórum mínútum síðar brutu varnarmenn Reading klaufalega á Jonny Evans innan vítateigs. Wayne Rooney steig á punktinn og aldrei þessu vant lá boltinn í netinu. Liðsmenn United hafa verið klúðrað óvenju mörgum vítaspyrnum undanfarnar vikur en í þetta skiptið var Rooney öryggið uppmálið. Heimamenn dóu ekki ráðalausir. Varnarmenn United sváfu á verðinum eftir hornspyrnu og Adam Le Fondre stangaði knöttinn í netið og jafnaði leikinn. Fjórum mínútum síðar léku liðsmenn Reading sama leik nema Sean Morrison sá um að skalla knöttin í netið. Heimamenn með forystu 3-2. Wayne Rooney skoraði hins vegar annað mark sitt eftir hálftímaleik og enn jafnt, nú 3-3. Robin van Persie nýtti sér svo slæman varnarleik heimamanna og skoraði fjórða mark gestanna á 34. mínútu. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þótt hann stæði ekki samanburð við þann fyrri. Heimamenn áttu góðar tilraunir undir lok leiksins til þess að jafna metin en tókst ekki. Með sigrinum náði United þriggja stiga forskot á granna sína í City á toppi deildarinnar. United hefur 36 stig en Reading hefur 9 stig í 19. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Michu sá um Arsenal og Liverpool vann | Úrslit dagsins Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1. 1. desember 2012 01:20 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Michu sá um Arsenal og Liverpool vann | Úrslit dagsins Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1. 1. desember 2012 01:20