Erlent

Stór jarðskjálfti skók Anchorage í Alaska

Jarðskjálfti upp á 5,8 stig skók borgina Anchorage í Alaska í nótt. Upptök hans voru í um 50 kílómetra fjarlægð undan strönd borgarinnar.

Ekki hafa borist neinar tilkynningar um mann- eða eignatjón en borgarbúar fundu vel fyrir skjálftanum.

Um 300.000 manns búa í borginni sem er nyrsta borg Bandaríkjanna, af þeim borgum sem eru með yfir 100.000 íbúa.

Á föstudaginn langa árið 1964 varð borgin fyrir skjálfta upp á 9,2 stig en það er öflugasti jarðskjálfti sem hefur mælst í sögunni. Í honum fórust yfir 100 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×