Innlent

Vitnakvaðning gefin út vegna Karls Wernerssonar

MH og JHH skrifar
Karl Wernersson mætti ekki í dómssal í morgun.
Karl Wernersson mætti ekki í dómssal í morgun.
Karl Wernersson, sem var stærsti eigandi Milestone, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur til að bera vitni í Vafningsmálinu þótt gert hafi verið ráð fyrir honum á vitnalista. Símon Sigvaldason dómari upplýsti því fyrir réttinum núna eftir hádegi að vitnakvaðning hafi verið gefin út. Hann mun því mæta í réttinn á fimmtudag.

Annar dagur réttarhaldanna í Vafningsmálinu, þar sem réttað er yfir þeim Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, stendur nú yfir. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 10 milljarða lán sem Glitnir veitti Milestone í aðdraganda hrunsins.

Þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, sem var ein helsta eign Milestone, munu að öllum líkindum bera vitni á eftir.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er vitnum skylt að mæta fyrir dóm. Í 121 grein laganna segir að ef vitni mæti ekki fyrir dóm samkvæmt löglega birtri kvaðningu án þess að um lögmæt forföll sé að ræða, geti ákærandi lagt fyrir lögreglu að sækja vitnið eða færa það síðar fyrir dóm. Lögreglu er skylt að verða við slíkum fyrirmælum ákæranda.

Fylgstu með réttarhöldunum á Twitter. Beina lýsingu má sjá hér efst hægramegin á forsíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×