Erlent

Strauss-Kahn samdi við herbergisþernuna í New York

Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur náð samkomulagi við herbergisþernuna í New York sem ákærði hann fyrir kynferðisbrot gegn sér á síðasta ári.

Málaferli hafa verið í gangi fyrir dómstóli í Bronx í málinu en þeim lýkur með þessu samkomulagi. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að innihald samkomulagsins verði ekki gefið upp.

Þegar mál þetta kom upp í maí á síðasta ári kostaði það Strauss-Kahn starf sitt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig komu fram fleiri mál gegn honum vegna kynferðisafbrota á fyrri árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×