Enski boltinn

Spretthlaupari telur sig geta "lagað" Torres á tveimur vikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Darren Campbell, sem varð Ólympíumeistari í 4x100 metra boðhlaupi í Aþenu 2004, hefur einnig aðstoð rugby leikmenn undanfarin ár.
Darren Campbell, sem varð Ólympíumeistari í 4x100 metra boðhlaupi í Aþenu 2004, hefur einnig aðstoð rugby leikmenn undanfarin ár. Nordicphotos/Getty
Breski spretthlauparinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Darren Campbell telur sig geta hjálpað Fernando Torres. Frammistaða Spánverjans með Chelsea undanfarin tvö ár hefur valdið töluverðum vonbrigðum.

Torres hefur ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni í tæpar ellefu klukkstundir. Campbell, sem aðstoðaði Torres undir lok tímabilsins 2010-2011, segist þurfa tvær vikur til þess að koma Torres í sitt gamla góða form.

„Ég gæti klárlega lagað hann. Það þarf ekki að taka langan tíma því strákarnir eru nú þegar í frábæru formi. Því þarf ekki að vinna í grunninum heldur er hægt að einbeita sér að hraðanum," segir Campbell í samtali við Daily Telegraph.

Campbell segir að Spánverjinn hafi verið öskjufljótur. Hann þurfi hins vegar að finna sprengikraftinn á nýjan leik og lyftingar, í takt við spretthlaupsæfingar, geti hjálpað honum við leitina.

„Þess vegna lyfta spretthlauparar lóðum. Til þess að auka sprengikraftinn og hraðann," segir Campbell sem segir lykilatriði að vera afslappaður þegar reynt sé að hlaupa hratt

„Sjáið bara Gareth Bale. Hann er öskufljótur en er fullkomlega afslappaður og engin spenna í líkama hans."

Fernando Torres og félagar í Chelsea sækja West Ham heim í Lundúnarslag á morgun. Leikurinn hefst klukkan 12.45 og er í beinni á Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×