Íslenski boltinn

Jón Daði búinn að semja við Viking

Selfyssingar fagna Jóni Daða í sumar.
Selfyssingar fagna Jóni Daða í sumar.
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er á leiðinni til Noregs en hann er búinn að samþykkja þriggja ára tilboð frá Viking.

"Ég fer út á fimmtudag í læknisskoðun og ef það gengur allt eins og á að gera verð ég orðinn leikmaður Viking," sagði Jón Daði við Vísi áðan.

Þessi tvítugi strákur hefur slegið í gegn með Selfyssingum og var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar.

Nánar verður rætt við Jón Daða í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×