Enski boltinn

Joe Cole orðaður við QPR

Það er um fátt annað rætt í enska boltanum en hvaða leikmenn Harry Redknapp ætli að kaupa. Hann er nýtekinn við botnliði QPR í ensku úrvalsdeildinni og honum vantar klárlega liðsstyrk.

Á meðal þeirra leikmanna sem eru orðaðir við QPR er Joe Cole, leikmaður Liverpool, en hann fær lítið að spila á Anfield.

"Ég hef alltaf verið hrifinn af Joe en ég byrjaði að þjálfa hann þegar hann var 11 ára. Það vantar ekki hæfileikana og ég tel að hann geti enn spilað með þeim bestu," sagði Redknapp um gömlu West Ham-stjörnuna en hann segist ekki vera búinn að ræða við Liverpool um leikmanninn.

QPR er einnig orðað við Loic Remy, framherja Marseille, en Redknapp reyndi að fá hann til Spurs á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×