Enski boltinn

Benitez: Ekki viss um að Torres nái fyrri hæðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez og Fernando Torres.
Rafael Benitez og Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rafael Benitez, nýi stjórinn hjá Chelsea, tjáði sig um spænska framherjann Fernando Torres á þjálfaranámskeiði í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær en seinna um daginn var hann floginn til Englands til að ganga frá samningi við Chelsea.

Fernando Torres hefur aðeins skorað 19 mörk í 86 leikjum með Chelsea en skoraði 72 mörk í 116 leikjum undir stjórn Benitez hjá Liverpool

„Hann er að reyna eins og hann getur og ég er viss um að hann mun bæta sig," sagði Rafael Benitez um Torres sem nýtti ekki vel tækifærið að vera eini alvöru framherji Chelsea á þessari leiktíð.

„Getu hann náð fyrri hæðum? Ég er ekki viss um það en ég er viss um að hann getur bætt sinn leik ekki síst ef hann finnur aftur sjálfstraustið. Hann getur orðið öflugur," sagði Benitez.

Torres hefur skorað 7 mörk í 19 leikjum á þessari leiktíð þar af 4 mörk í 12 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×