Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd í indónesísku tónlistarmyndbandi

Hver hefur heyrt um indónesísku stórhljómsveitina Nidji? Nú, enginn. Jæja, bandið er í það minnsta nógu gott til að koma sér á framfæri á Íslandi.

Nidji var að senda frá sér lagið Liberty and Victory. Myndbandið við lagið er meira og minna tekið upp í Manchester og á Old Trafford.

Það sem meira er þá er bandið greinilega í samstarfi við Man. Utd því leikmenn liðsins taka þátt í myndbandinu sem er ekki það besta sem sést hefur.

Þetta lag myndi líklega gera það gott í Eurovision og spurning hvort það nái í spilun á FM957.

Myndbandið má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×