Enski boltinn

Loksins sigur hjá Tottenham - Gylfi kom inn á 94. mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham endaði þriggja leikja taphrinu sína í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á West Ham á White Hart Lane í dag en Jermain Defoe skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson var á bekknum hjá Spurs og kom ekki inn á fyrr en á 94. mínútu. Andre Villas Boas settu hann þá inn á fyrir Jermain Defoe sem fékk þarna heiðursskiptingu í lok leiksins.

Jermain Defoe kom Tottenham í 1-0 á 44. mínútu eftir sendingu frá Michael Dawson og Tottenham-liðið bætti síðan við tveimur mörkum með sex mínútna kafla í seinni hálfleik.

Gareth Bale skoraði annað markið á 58. mínútu eftir sendingu Clint Dempsey og Jermain Defoe bætti síðan við þriðja markinu á 64. mínútu eftir óeigingjarna sendingu frá Aaron Lennon.

Andy Carroll minnkaði muninn á 82. mínútu með skalla eftir sendingu frá James Tomkins. Fyrsta mark Carroll fyrir West Ham eftir 14 leiki og 1061 mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×