Fótbolti

Landsliðsþjálfari Brasilíu rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, var í dag rekinn úr starfi sínu eftir að hann fundaði með stjórn knattspyrnusambands Brasilíu í dag.

Menezes tók við landsliði Brasilíu árið 2010 og stýrði liðinu í Suður-Ameríkukeppninni í fyrra og á Ólympíuleikunum í ár.

Árangurinn í báðum keppnum þótti valda vonbrigðum. Brasilía mátti sætta sig við silfur í London í sumar eftir að hafa tapað fyrir Mexíkó í úrslitaleiknum. Þá datt liðið úr leik í fjórðungúrslitum í Suður-Ameríkukeppninni.

Hann tók við starfinu af Dunga sem kom Brasilíu í fjórðungsúrslit HM 2010, þar sem liðið tapaði fyrir Hollandi.

Brasilía verður gestgjafi á næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×