Enski boltinn

Benitez: Cole og Lampard eiga eftir að yfirgefa Chelsea

SÁP skrifar
Rafa Benitez
Rafa Benitez Mynd / Getty Images
Rafa Benitez, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, telur það líklegt að Ashley Cole og Frank Lampard muni yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Benitez hefur verið ráðinn til félagsins til enda tímabilsins eftir að Roberto Di Matteo var sagt upp í vikunni.

Samningar Cole og Lampard við Chelsea renna út næsta sumar og telur Benitez það klárt að þeir yfirgefi klúbbinn.

„Ég held að það sé nokkuð klárt eins og staðan er í dag," sagði Benitez um málið við Sky Sports.

„Ég verð aðeins hér í sjö mánuði en ef ég væri með liðið næstu tvö til þrjú ár þá gæti ég líklega haft áhrif á þeirra ákvörðun en svo er ekki."

„Það er oft á tíðum erfitt að vera knattspyrnustjóri því það hvíla margar ákvarðanir á þínum herðum, svo það er oftast betra að hafa yfirmann knattspyrnumála sem sér mikið til um svona mál."

Báðir þessir leikmenn hafa verið lengi hjá félaginu og mynda ásamt John Terry ákveðin kjarna innan liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×