Enski boltinn

Harry Redknapp gerði tveggja og hálfs árs samning við QPR

SÁP skrifar
Harry Redknapp
Harry Redknapp Getty Images
Neðsta liðið í ensku úrvalsdeildinni QPR hefur formlega gengið frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Mark Huges var rekinn sem stjóri liðsins í gær og nú hefur Redknapp skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við QPR.

Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, West Ham United, Portsmouth og Southampton sagði rétt í þessu við Sky Sports að hann væri ánægður að vera komin aftur í boltann.

„Ég er gríðarlega ánægður með starfið og áskoruna. Þetta er tveggja og hálfs árs samningur og það gleður mig mikið að vera komin aftur í boltann, ég get ekki beðið eftir því að byrja."

„Þegar ég hafði rætt við eigendur liðsins og þeirra áætlanir þá fann ég strax að þetta væri of gott tækifæri til að sleppa."

„Það er ekki spurninga að það býr mikið í mannskapnum, en þetta hefur ekki gengið upp hjá liðinu á þessu tímabili. Það verður gaman að snúa genginu við og byrja þetta tímabil loksins."

Eigendur QPR eiga að hafa boðið Redknapp stórar fjárhæðir í bónus ef honum tekst að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×