Enski boltinn

Redknapp var við það að taka við Úkraínu

SÁP skrifar
Harry Redknapp
Harry Redknapp Mynd. Getty Images
Nýráðinn knattspyrnusjóri QPR, Harry Redknapp, hefur núna tjáð sig um hans samskipti við úkraínska knattspyrnusambandið og hversu nálægt hann var að taka við landsliði Úkraínu.

Redknapp var í morgun ráðin knattspyrnustjóri QPR en klúbburinn rak Mark Hughes sem stjóra félagsins í gær.

Þessi 65 ára knattspyrnustjóri sagði í viðtali nú fyrir stundu að hann hefði verið nálægt því að taka við landsliði Úkraínu.

„Það munaði litlu að ég myndi taka við Úkraínu. Þetta var starf sem mér fannst heillandi og ég var orðin nokkuð spenntur."

„Ég fór á fund með knattspyrnusambandi Úkraínu og fólkið þar var frábært og mér leist vel á allt og alla."

„Ég hef aldrei stýrt liði utan Englands og það fannst mér einnig spennandi. Þegar staðan varð laus hjá QPR þá snérist þetta allt saman í öfuga átt og ég varð allt í einu gríðarlega spenntur fyrir þeirri stöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×