Enski boltinn

Aron Einar og Björn Bergmann á skotskónum

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrir Cardiff í dag í 2-1 sigri liðsins á útivelli gegn Barnsley í ensku 1. deildinni.

Landsliðsfyrirliðinn skoraði síðara mark liðsins og er Cardiff í efsta sæti deildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrir Wolves í dag en það dugði ekki til gegn Nottingham Forest.

Björn skoraði á 5. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 16. mínútu með marki fra´Billy Sharp og Adlène Guédioura tryggði sigurinn með marki á 57. mínútu.

Wolves er í 17. sæti deildarinnar og það er aðeins farið að hitna undir Norðmanninum Ståle Solbakken sem tók við liðinu s.l. sumar og fékk m.a. Björn Bergmann til liðsins frá Lilleström í Noregi.

Ben Nugent kom Cardiff með marki á 22. mínútu og Aron bætti við öðru marki á 51. mínútu. Jacob Mellis skoraði mark heimaliðsins á 76. mínútu.

Heiðar Helguson var í byrjunarliði Cardiff sem er á toppi deildarinnar með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×