Enski boltinn

Ronaldo og Ferguson hittust í síðustu viku

SÁP skrifar
Ronaldo og Ferguson á blaðamannafundi á sínum tíma
Ronaldo og Ferguson á blaðamannafundi á sínum tíma Mynd / Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er greinilega í miklu sambandi við fyrrum stjóra sinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

Hann vill aftur á móti meina að endurkoma Portúgalans á Old Trafford hafi ekki verið rædd en Ronaldo hefur alltaf litið á Alex Ferguson sem lærifaðir sinn í fótbolta og ber ómælda virðingu fyrir Skotanum.

Fyrr á þessu tímabili tjáði Ronaldo sig um það að hann væri ósáttur hjá Real Madrid og sögusagnir þess efnis að hann væri á leiðinni frá félaginu fóru að láta sjá sig í fjölmiðlum um allan heim.

Ronaldo hitti Ferguson í síðustu viku þegar Real Madrid mætti Manchester City í Meistaradeild Evrópu.

„Ég hitti Alex Ferguson á leikdag þegar hann kom á hótelið til að hitta Jose Mourinho (knattspyrnustjóra Real Madrid). Auðvitað ræddum við saman, við erum í miklu sambandi og það var gott að sjá hann aftur."

Aðspurður hvort þeir hefði rætt um endurkomu til Manchester United þá svaraði Ronaldo því neitandi.

„Við ræddum ekkert um slík mál, bara um það hvernig gengi hjá mér persónulega hjá Real Madrid og um gengi Manchester United í ár. Það var bara gott að hittast loksins á ný."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×