Enski boltinn

Redknapp ætlar að klófesta Michael Dawson í janúar

SÁP skrifar
Michael Dawson
Michael Dawson Mynd / Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, er strax farinn að huga að leikmannahóp liðsins og mun líklega styrkja hópinn í janúar þegar félagskiptaglugginn opnar en líklegt er að Redknapp vilji klófesta varnarmanninn Michael Dawson frá Tottenham.

Harry Redknapp var ráðinn knattspyrnustjóri QPR í gær eftir að félagið rak Mark Hughes á föstudaginn.

QPR tapaði 3-1 gegn Manchester United í gær en Harry Redknapp var á meðal áhorfenda á Old Trafford. QPR komst yfir í leiknum en á nokkra mínútna kafla fékk liðið þrjú mörk á sig og leikinn búinn.

Það þarf greinilega að styrkja varnarleik liðsins en QPR hefur nú fengið 26 mörk á sig á tímabilinu.

Það munaði litlu að Dawson hefði gengið í raðir QPR í sumar en ákvað að lokum að vera áfram hjá Tottenham en þar hefur leikmaðurinn ekki fengið mörg tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×