Enski boltinn

Lucas Leiva lék í 60 mínútur með varaliði Liverpool

SÁP skrifar
Leiva í leiknum með varaliðinu.
Leiva í leiknum með varaliðinu. Mynd / Getty Images.
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool, virðist vera komin á gott strik í endurkomu sinni á ný í ensku úrvalsdeildina en hann hefur verið frá keppni í þrjá mánuði.

Leiva lék í 60 mínútur með varaliði Liverpool á föstudaginn þegar liðið mætti Middlesbrough.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, vonast eftir að geta notað Leiva þann 1. desember þegar liðið mætir Southampton á Anfield.

Leiva meiddist í fyrsta leik tímabilsins gegn Manchester City en þá hafði hann verið frá vegna meiðsla í marga mánuði eftir að hafa slitið krossbönd snemma á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×