Enski boltinn

Mancini: Þetta eru tvö töpuð stig

SÁP skrifar
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var nokkuð þungur á brún eftir 0-0 jafnteflið við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Leikur hér á Brúnni eru alltaf erfiðir en strákarnir stóðu sig nokkuð vel í dag. Við vorum alltof værukærir þegar við nálguðumst vítateig Chelsea."

„Við fengum betri færi í leiknum og að mínu mati eru þetta tvö töpuð stig hjá okkur. Við réðum alveg ferðinni í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari voru mínir menn ekki nægilega öflugir."

„Andrúmsloftið var einkennilegt hér í dag og erfitt fyrir nýjan stjóra að taka við Chelsea við svona aðstæður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×