Enski boltinn

Benitez: Er nokkuð bjartsýnn eftir þessa frammistöðu

SÁP skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, var nokkuð jákvæður eftir 0-0 jafntefli gegn Manchester City á Stamford Brigde í dag.

„Það mun taka smá tíma að koma liðinu á rétta braut en ég mun gera mitt allra besta til að ná því."

„Fótbolti er nokkuð einföld íþrótt, maður verður að leggja mikið á sig og þá uppsker maður."

„Það var gríðarlega jákvætt hvað liðið var að virka vel sem liðsheild í dag og menn börðust allan tíman sem lið. Ég er samt sem áður ekki 100% sáttur og við eigum mikið verk óunnið."

„Við vörðumst vel í dag en við þurfum að bæta sóknarleikinn mikið. Það er erfitt að dæma mig útfrá þessum leik en ég gef sjálfum mér svona sjö í einkunn eftir þessa frammistöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×