Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham urðu sér til skammar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Mynd. Getty Images
Stuðningsmenn West Ham Untied urðu sér til skammar í dag á White Hart Lane, heimavelli Tottenham, þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með öruggum sigri Tottenham 3-1 en aðdáendur West Ham létu ófögur orð falla nánast allan leikinn.

Stuðningsmenn West Ham eiga að hafa sungið níðingssöngva um gyðinga og blandað Adolf Hitler inn í lög þeirra.

Margir stuðningsmenn Tottenham eru gyðingar og þykir það gríðarlega alvarlegt þegar svona hróp heyrist úr stúkunni.

Fyrr í þessari viku var síðan ráðist á nokkra stuðningsmenn Tottenham á Ítalíu og þeir voru meðal annars stungnir og eiga aðdáendur West Ham að hafa gert grín af þeim verknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×