Enski boltinn

Rodgers: Eyðum ekki miklu í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að félagið ætli sér ekki að eyða miklum peningi í leikmannakaup í janúar næstkomandi.

Liverpool gerði um helgina markalaust jafntefli við Swansea og er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur hins vegar leikið átta leiki í röð án taps.

Rodgers hefur áður sagt að framherjinn Luis Suarez þurfi meiri stuðning í sóknarlínunni en telur þó að ekki verði gerðar miklar breytingar á leikmannahópnum í janúar.

„Það mun bæta liðið ef okkur tekst að styrkja sóknarlínuna," sagði Rodgers. „En ég er ekki viss um að það muni gerast í janúar. Félagið vill koma bókhaldinu í lag og skoða stöðuna eftir það."

„Það hefur verið mikið fjárfest í þessu félagi. Í sumar fóru margir og fáir komu inn í staðinn. Við viljum því fá nýja menn í leikmannahópinn."

„En þetta gerist allt saman mjög hægt. Liðið er að koma betur saman og það er sífellt að bæta sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×