Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi 26. nóvember 2012 10:21 Frá handtöku Sverris í júní síðastliðnum. Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira