Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi 26. nóvember 2012 10:21 Frá handtöku Sverris í júní síðastliðnum. Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira