Enski boltinn

Redknapp sendir leikmönnum QPR viðvörun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, nýráðinn stjóri QPR, segir að leikmenn verði hiklaust settir út úr liðinu ef þeir standa sig ekki.

QPR er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjögur stig eftir þrettán leiki. Liðið er enn án sigurs á tímabilinu.

„Við verðum að gera betur til að eiga möguleika á að vinna okkur út úr þessum vandræðum," sagði Redknapp.

„Ég þarf ellefu leikmenn sem eru tilbúnir að gefa allt sitt í leikinn. Ef þeir gera það ekki finn ég þá ellefu leikmenn sem geta það."

„Ég hef engan tíma fyrir leikmenn sem tapa boltanum, fórna höndum eða standa með hendur á mjöðm. Við erum í fallbaráttu."

Fyrsti leikur QPR undir stjórn Redknapp verður gegn Sunderland á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×