Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hvað sagði Ólafur Kristjánsson um Liverpool?

Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott að undanförnu og liðið situr í 11. sæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli um helgina gegn Swansea. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna hjá þessu fornfræga félagi í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Þar svaraði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, nokkrum spurningum um félagið sem hann hefur fylgst með allt frá árinu 1973.

„Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brendan Rodgers knattspyrnustjóri liðsins hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig á að spila fótbolta. Ég ber virðingu fyrir því en ég sé ekki leikmennina í liðinu vera þá réttu til þess að framfylgja því," sagði Ólafur m.a. um liðið. Smelltu á örina hér fyrir ofan til þess að sjá allt innslagið úr Sunnudagsmessunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×