Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Leiðtogalaust Chelsea lið – leikmenn hafa ekki trú á Benítez

Chelsea hefur ekki náð að vinna leik í nóvember en liðið átti við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Benítez tók við liðinu í síðustu viku og stýrði liðinu í fyrsta sinn. Guðmundur Benediktsson fór yfir gang mála hjá Chelsea í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 ásamt sérfræðingum þáttarins; Hjörvari Hafliðasyni og Ólafi Kristjánssyni.

Ólafur telur að helsta vandamál Chelsea sé að liðið sé ekki með leiðtoga í liðinu. „John Terry og Frank Lampard hafa verið að draga vagninn. Eftir að þeir fóru að helltast úr lestinni af einum eða öðrum ástæðum þá vantar sálina og leiðtogann í liðið," sagði Ólafur m.a. í þættinum en hann telur að leikmenn hafi ekki trú á knattspyrnustjóranum, Rafael Benítez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×