Enski boltinn

Mancini: Framherjar verða að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill fá meira úr sóknarmönnum sínum en þeir sýndu í leiknum gegn Chelsea um helgina.

City er með fjóra öfluga sóknarmenn í sínu liði - Carlos Tevez, Sergio Agüero, Mario Balotelli og Edin Dzeko. Allir fengu tækifæri í leiknum gegn Chelsea um helgina en honum lauk með markalausu jafntefli.

„Ég veit ekki hversu margar fyrirgjafir við fengum inn í teig án þess að þar væri nokkur til að taka við boltanum," sagði Mancini við enska fjölmiðla. „Það má ekki gerast."

„Við erum með fjóra góða sóknarmenn en ég vil að þeir leggi meira á sig og nýti færin sín betur. Þeir eru sóknarmenn og það er hlutverk þeirra."

„Þeir þurfa auðvitað líka að sinna varnarhlutverki líka en þeir verða fyrst og fremst að skora mörk."

„Ég er ánægður með frammistöðu þeirra en ekki í vítateignum. Við erum í öðru sæti deildarinnar og ég er ekki hrifinn af því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×