Enski boltinn

Martinez hefur fyrirgefið Al-Habsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markvörðurinn Ali Al-Habsi skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í leik með Wigan um helgi. Stjóri liðsins, Roberto Martinez, erfir það þó ekki við sinn mann.

Hér fyrir ofan má sjá markið en leiknum lauk þrátt fyrir það með 3-2 sigri Wigan sem mætti Reading.

„Ég myndi ekki vilja skipta á Ali fyrir neinn markvörð í ensku úrvalsdeildnni. Ég hef það mikið álit á honum," sagði Martinez við enska fjölmiðla.

„Sjálfsmarkið mun ekki hafa nein áhrif á sjálfstraust hans og frammistöðu," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×