Enski boltinn

Wenger staðfestir áhuga á Zaha

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á sóknarmanninum Wilfried Zaha sem slegið hefur í gegn hjá Crystal Palace.

Wenger segir reyndar að félagið hafi áhuga á nokkrum leikmönnum en að Zaha sé á listanum.

Zaha hefur einnig verið orðaður við Manchester United en þessi tvítugi kappi var nýlega valinn í enska landsliðið.

Þá greindi Wenger frá því að hann vilji að Jack Wilshere skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið.

„Hann hefur alltaf sýnt þessu félagi hollustu sína og ég vona að hann geri það áfram. En það er bara ein leið til þess og það er að gera langtímasamkomulag við félagið," sagði Wenger en Wilshere er uppalinn leikmaður hjá Arsenal.

Hann er nýlega kominn aftur af stað eftir langvarandi fjarveru vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×