Enski boltinn

Enn lengist biðin eftir sigri hjá QPR

Harry Redknapp á mikið verk fyrir höndum hjá QPR.
Harry Redknapp á mikið verk fyrir höndum hjá QPR. Nordic Photos / Getty Images
QPR situr enn á botni ensku úrvalsdeildarinnar án sigurs eftir markalaust jafntefli gegn Sunderland í kvöld.

Það verður að segjast eins og er að leikurinn var hrútleiðinlegur og þeir sem horfðu á leikinn fá þann tíma aldrei til baka. Orðatiltækið dauðinn á skriðbeltunum á vel við þegar kemur að því að lýsa þessum leik.

QPR komið með fimm stig eftir fjórtán leiki. Sunderland er í sextánda sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×