Enski boltinn

Chelsea hélt friðarfund með Clattenburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, fundaði í gær með knattspyrnudómaranum Mark Clattenburg. Það er í fyrsta sinn sem aðilar hittast eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynþáttaníð.

Clattenburg dæmdi viðureign Chelsea gegn Manchester United í síðasta mánuði. Eftir leikinn komu fram ásakanir um að Clattenburg hafði verið með óviðeigandi orðalag gagnvart John Obi Mikel, leikmanni Chelsea.

Enska knattspyrnusambandið rannsakaði málið en komst að þeirri niðurstöðu að Clattenburg hefði ekki brotið af sér.

Clattenburg var fjórði dómari á leik Tottenham og West Ham og dæmir leik Southampton og Norwich á morgun.

Með fundinum í gær vilja forráðamenn Chelsea hreinsa loftið eftir þessar ásakanir. Buck fundaði einnig með Mike Riley, yfirmanni dómaramála í Englandi.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum gekk fundurinn vel en Chelsea hafði áður tekið fram að félagið væri ekki mótfallið því að Clattenburg myndi dæma leiki liðsins í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×