Enski boltinn

Foster þarf líklega að fara í aðra aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markvörðurinn Ben Foster hjá West Brom þarf líklega að fara í aðgerð vegna nárameiðsla sinna. Þetta segir Steve Clark, stjóri liðsins.

Foster hefur þegar misst af nokkrum leikjum á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann fór í fyrr í haust. En vandamálið er enn til staðar og verður því væntanlega bið á því að hann geti spilað með liðinu á ný.

„Ef Ben þarf að fara í aðra aðgerð verður hann frá í 7-10 daga," sagði Clark sem þarf því að stóla áfram á Boaz Myhill.

„Ég hef fulla trú á Boaz. Viðhorf hans þegar hann var utan liðsins var frábært og hann hefur nýtt tækifærið sitt mjög vel."

West Brom hefur komið mjög á óvart á tímabilinu og er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×